Gaman að gefa kálfum

Atli Vigfússon

Gaman að gefa kálfum

Kaupa Í körfu

GLATT var á hjalla hjá nemendum 4. bekkjar Borgarhólsskóla í blíðskaparveðri þegar þau fóru í sveitaferð í vikunni. Lagt var upp frá Húsavík að morgni og ekið sem leið lá suður í Þingeyjarsveit og byrjað var á því að heimsækja kúabúið á Fremstafelli þar sem eru yfir 50 mjólkandi kýr og mikið af öðrum gripum. Var það spennandi í augum barnanna þar sem þau fengu að gefa yngstu kálfunum pela og höfðu mörg hver mjög gaman af því. Þar gaf einnig að líta ýmsan nýtískulegan búnað við heyfóðrun og mjaltir kúa sem athyglisvert var að skoða. MYNDATEXTI: Kálfarnir voru gráðugir og kláruðu fljótt úr pelunum

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar