Brimbrettakappi við Þorlákshöfn

Ragnar Axelsson

Brimbrettakappi við Þorlákshöfn

Kaupa Í körfu

ÍSLENSKIR brimbrettakappar láta kuldann ekki á sig fá og þeir alhörðustu, eins og Erlendur Þór Magnússon, sem lét öldufaldinn bera sig á bretti úti fyrir Þorlákshöfn á föstudag, fara u.þ.b. 50 sinnum á ári út í öldurnar. "Við bíðum eftir að það komi lægð inn að landinu og vindáttin sé góð. Hún verður að vera út á móti öldunum til að þær brotni flottar," segir Erlendur. Brettakappar þurfa því að sæta lagi. "Þegar það er brim verður maður bara að fara. Hætta því sem maður er að gera og leggja af stað," segir Erlendur. Hann segir að harðasti kjarni brimbrettaiðkenda hér á landi sé um 8-10 manns, karlar og konur, en telur að 20-25 eigi bretti. Þau nota blautbúninga, skó og hettur til að verjast kulda. "Þetta er fínt á haustin, þá er sjórinn búinn að hitna yfir sumarið og maður finnur ekki fyrir því. Núna er sjórinn frekar kaldur og maður getur bara verið úti í tvo tíma, þá er maður orðinn kaldur."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar