Eðalkaffi úr deiglu

Ásdís Ásgeirsdóttir

Eðalkaffi úr deiglu

Kaupa Í körfu

DREYMIR þig ekki enn um kaffið sem þú fékkst í Tyrklandsferðinni, í Grikklandi eða jafnvel Marokkó? Þá er málið að fá sér hið bráðnauðsynlega heimilistæki "íbrik" sem á íslensku hefur verið kallað deigla, og finnst í hverju eldhúsi við Miðjarðarhafið. Þar er kaffið malað jafn fínt og hveiti og soðið ásamt vatni og sykri í deiglunni. Fyrir tvo bolla er mátulegt að setja u.þ.b. 1, 5 dl af vatni á móti 2 msk. af kaffi og 1-2 tsk. af sykri, eftir smekk. Best að hver finni það út fyrir sig. Suðunni er leyft að koma upp, kaffinu síðan leyft að setjast, sett aftur á helluna, kaffinu er hellt í bollana og bíða þarf þar til allur korgurinn er sestur, annars er kaffið ódrekkandi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar