Atli Gíslason

Jim Smart

Atli Gíslason

Kaupa Í körfu

Málfundur ELSA og Verslunarráðs Íslands um jafnrétti haldinn í Lögbergi ELSA, félag evrópskra laganema, stóð í gær, ásamt Verslunarráði Íslands, fyrir málfundi um nýtt frumvarp til laga um auknar valdheimildir Jafnréttisstofu. Atli Gíslason, varaþingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, var einn frummælenda. Hann sagðist telja auknar heimildir Jafnréttisstofu nauðsynlegar sem tæki í baráttunni gegn kynbundnum launamun. Aðrir frummælendur voru Björg Thorarensen prófessor í stjórnskipunarrétti og Eggert Páll Ólason lögfræðingur. Fundinum stýrði Árni Helgason laganemi sem situr í stjórn ELSA. MYNDATEXTI: Atli Gíslason, varaþingmaður VG, telur að Jafnréttisstofa eigi að hafa heimildir til jafns við Samkeppnisstofnun til að taka á brotum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar