Stephen J. Norton

Ásdís Ásgeirsdóttir

Stephen J. Norton

Kaupa Í körfu

FISKKAUPMENN á Humber-svæðinu í Bretlandi vilja auka innflutning á íslenskum fiski, enda yrði það bæði þeim og íslenskum sjómönnum í hag. Viðskiptasendinefnd frá Humber-svæðinu var stödd hér á landi á dögunum til að afla frekari viðskipta. Viðskiptasendinefndin átti fundi með ýmsum aðilum hérlendis, að sögn Stephen J. Norton, framkvæmdastjóra samtaka fiskkaupmanna í Grimsby, til að treysta þau góðu sambönd sem framleiðendur á Humber-svæðinu eiga nú þegar við íslenska aðila en einnig til að efla viðskiptin enn frekar. "Tengsl okkar við Ísland er okkur mikils virði og okkur er umhugað um að fá ennþá meiri fisk frá Íslandi. Auðvitað byggjast tengslin á viðskiptalegum forsendum en við teljum að báðir aðilar hagnist á þessum viðskiptum. Við viljum meðal annars leita leiða með samstarfsaðilum okkar á Íslandi til að bæta gæði fisksins og um leið virði viðskiptanna." MYNDATEXTI: Meiri fisk, takk! Stephen J. Norton, framkvæmdastjóri samtaka fiskkaupmanna í Grimsby, vill efla enn frekar tengslin við íslenska framleiðendur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar