Opnir dagar í ME

Steinunn Ásmundsdóttir

Opnir dagar í ME

Kaupa Í körfu

Nemendur við Menntaskólann á Egilsstöðum héldu nýverið opna daga í skólanum. Þeir Guðmundur Ingi Úlfarsson og Kjartan Svanur Hjartarson segja slegið á létta strengi þessa daga í stað hefðbundins skólahalds. "Hátíðin er orðin árviss viðburður í félagslífi skólans og heppnaðist hún í alla staði vel og eru bæði nemendur og kennaralið skólans hæstánægðir með árangurinn," segja þeir Guðmundur og Kjartan. Meðal þess sem fengist var við á opnu dögunum má nefna laufléttar íþróttagreinar, námskeið í listum og líkamsrækt, náttúrulífsathugun og matreiðslukeppni. MYNDATEXTI: Þrælvanir í kokkaríinu: Vaskir menntskælingar takast á við brauðbakstur. ( Lilja Rut frá Stöðvarfirði er í eðlisfræðilandsliðinu )

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar