Tónlistarskóli FÍH

Jim Smart

Tónlistarskóli FÍH

Kaupa Í körfu

NÁM Útskrifast úr djassdeild FÍH Leiðir þeirra félaga lágu saman í Tónlistarskóla FÍH þar sem þeir hafa verið við tónlistarnám undanfarin fimm til sex ár. Þeir eru þessa dagana að undirbúa sig fyrir burtfarartónleika, en allir ljúka þeir burtfararprófi frá djassdeild skólans á næstu dögum. Þrátt fyrir að deila þá ekki sama skóla lengur, eru þeir ekkert hræddir um að tengslin rofni og leiðir skilji því saman mynda þeir djasshljómsveitina Angurgapa, sem flytur einungis frumsamið efni, var í fyrstu tríó, en telst nú vera orðið tvöfalt tríó, þar sem hljómsveitarmeðlimum hefur fjölgað um helming frá stofnun. MYNDATEXTI: Tónlistarmenn: Ívar Guðmundsson trompettleikari, Sigurdór Guðmundsson bassaleikari og Sigurður Rögnvaldsson gítarleikari.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar