Nýlistasafnið

©Sverrir Vilhelmsson

Nýlistasafnið

Kaupa Í körfu

MARGLEIÐSLA á Nýlistasafninu er sýning þar sem myndlistin er sett í - og setur sig í samhengi við umhverfið, neysluþjóðfélagið, atvinnulífið og jafnvel alþjóðavæðinguna. Þetta er sýning þar sem listamenn spyrja spurninga, velta upp dæmum og skoða umhverfi sitt, án þess endilega að setja fram skoðanir eða beina ádeilu. Sýningin er afrakstur samvinnu átta listamanna sem kynntust í námi við Listaakademíuna í Malmö í Svíþjóð, þar á meðal er einn Íslendingur Hanna Styrmisdóttir. Með þeim taka þátt átta listamenn aðrir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar