Íslenski dansflokkurinn

©Sverrir Vilhelmsson

Íslenski dansflokkurinn

Kaupa Í körfu

Það er mikilvægt að gefa börnum og unglingum færi á að kynnast listdansi, þannig að þau geti sjálf, þegar fram líða stundir, ákveðið hvort þau vilji sækja danssýningar," segir Peter Anderson, dansari Íslenska dansflokksins. Síðustu tvær vikurnar leiddi hann verkefni undir yfirskriftinni Tónlist fyrir alla, þar sem fimm dansarar og tveir tónlistarmenn heimsóttu grunnskólana á Suðurnesjum. Nemendurnir fengu að kynnast hvað fælist í danslistinni og hvernig dansverk eru smíðuð. Nemendurnir sömdu dansverk með dönsurunum, þar sem dansspor og hreyfingar voru sett saman á mismunandi vegu, og síðan voru dansarnir fluttir af atvinnudönsurunum. "Yfirleitt voru viðbrögð nemandanna mjög góð," segir Peter. "Við reyndum að sýna þeim hvað við gerum sem listamenn, og láta þá skilja hvernig við vinnum með líkamann, virkni hans og kraft. Þetta gekk svo vel á Suðurnesjunum að við erum strax farin að ræða framhald, við erum spennt fyrir því að gera meira MYNDATEXTI: Gagnrýnandinn: Verkin vöktu mismikla hrifningu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar