Elva Ósk Ólafsdóttir

Elva Ósk Ólafsdóttir

Kaupa Í körfu

"Það hefði auðvitað verið dæmigert að hafa þessa gripi uppi á arinhillu. Arinninn minn er hins vegar svo dökkur að hann gleypir alla liti þannig að það passaði engan veginn," segir Elva Ósk Ólafsdóttir leikkona þegar hún er innt eftir því hvar verðlaunastytturnar hennar eru niðurkomnar. Elva á tvo slíka gripi, eina Eddu og Menningarverðlaun DV sem hún hlaut árið 1999. Síðarnefndi gripurinn er býsna sérstakur því hann er bronsstytta eftir Gunnar Árnason myndhöggvara og er hún mótuð eins og sportbíll frá árunum fyrir stríð. Út úr púströrinu á honum standa hrosshár. MYNDATEXTI: Elva Ósk Ólafsdóttir: Arinninn var of dökkur til að stytturnar nytu sín til fulls á arinhillunni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar