Einkaflugvél hlekktist á

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir

Einkaflugvél hlekktist á

Kaupa Í körfu

BETUR fór en á horfðist þegar lítilli einkaflugvél, TF-TOF, hlekktist á skammt vestan við Hvolsvöll laust upp úr kl. 17 í gær. Vélin var að fara á loft þegar hún missti flugið og brotlenti rétt sunnan við flugvöllinn sem er lítill einkaflugvöllur í nágrenni Eystri-Rangár. Um borð í vélinni voru tvö börn og tveir fullorðnir. Annar hinna fullorðnu kvartaði um bakmeiðsl. Vélin, sem er franskrar gerðar, skaddaðist allnokkuð, annar vængur hennar fór illa og skrúfan brotnaði. Vélin dró á eftir sér rafmagnsgirðingu þó nokkra vegalengd áður en hún fór alveg niður við brautarendann og fram af barði sem þar er. Að sögn Þormóðs Þormóðssonar, formanns Rannsóknarnefndar flugslysa, er vélin mikið skemmd ef ekki ónýt. Ráðgert er að taka vélina eða hreyfil hennar til nánari skoðunar hjá rannsóknarnefndinni

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar