Dewaki Timsina

Kristján Kristjánsson

Dewaki Timsina

Kaupa Í körfu

KONUR eru atkvæðamiklar á sýningarvettvangi á Akureyri þessa dagana, alls tæplega 200 talsins. Stærstur hluti þeirra er á sýningunni Allar heimsins konur í Listasafni Akureyrar; pakkasýningu sem runnin er undan rifjum Claudiu Demonte sem ferðaðist til rúmlega 75 ríkja til að skoða myndlist, hvernig hún er gerð og hver býr hana til, eins og segir í sýningarskrá. Í kjölfarið kviknaði sú hugmynd að leggja spurninguna: Hvaða ímynd táknar konu? fyrir eina listakonu í hverju landi á jörðinni og biðja þær að skapa listaverk sem túlkaði grundvallareiginleika konunnar. Fyrir þessu framtaki Demonte er ekki annað hægt en að taka ofan MYNDATEXTI: Verk eftir Dewaki Timsina frá Bútan á sýningunni Allar heimsins konur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar