Fríkirkjuvegur 11

©Sverrir Vilhelmsson

Fríkirkjuvegur 11

Kaupa Í körfu

Húsið við Fríkirkjuveg 11 er eitt fallegasta og glæsilegasta timburhús Íslands. Það komst í kastljós fjölmiðlanna eftir að fréttist að Reykjavíkurborg hefði áform um að selja húsið, en það hýsir nú skrifstofur Íþrótta- og tómstundaráðs (ÍTR). Það hefur komið fram í Morgunblaðinu að Björgólfur Thor Björgólfsson hafi óskað eftir formlegum viðræðum við borgaryfirvöld um framtíð Fríkirkjuvegar 11 og sýnt áhuga á að kaupa húsið af Reykjavíkurborg, en Björgólfur Thor er langafabarn Thors Jensen, sem lét reisa húsið árin 1907-1908. Móðir Björgólfs, Margrét Þóra Hallgrímsson, er dóttir Margrétar Þorbjargar Thors Hallgrímsson, dóttur Thors Jensen og Margrétar Þorbjargar Kristjánsdóttur. MYNDATEXTI: Stiginn af miðgangi upp á efri hæð var lagfærður fyrir tveimur árum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar