Vín Condesa de Leganza ( Spánn)

Vín Condesa de Leganza ( Spánn)

Kaupa Í körfu

La Mancha er ekki þekktasta vínræktarsvæði Spánar en í magni talið eitt það helsta. Condesa de Leganza 2002 er Mancha-hvítvín frá búgarði úr eigu Faustino-fyrirtækisins í Rioja og er unnið úr þrúgunni Viura, sem er ein algengasta hvíta þrúga Spánar og gengur stundum undir nafninu Macabeo. Þetta er ekki stórt vín. Létt angan af sítrónum og vottur af kúmkvat-ávexti. Í munni hlutlaust, þurrt og fremur dauft. 990 krónur. 13/20

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar