Stjörnuþokusmiður afhjúpaður
Kaupa Í körfu
Útilistaverk Erlings Jónssonar "Stjörnuþokusmiður" verður afhjúpað á Ljósanótt en Sparisjóðurinn í Keflavík hefur kostað stækkun þess og mun láta koma því fyrir við austurhlið bankans. Verkið er sprottið úr skáldskap Kristins Reyrs og síðastliðið þriðjudagskvöld var bókmenntakvöld í Listasafni Reykjanesbæjar þar sem verkið var kynnt. Ár hvert efnir Bókasafn Reykjanesbæjar til Erlingskvölds, til heiðurs Erlingi Jónssyni listamanni. Að þessu sinni var kvöldið helgað Kristni Reyr í tilefni af útilistaverki Erlings Jónssonar. Var hans minnst í tali og tónum. Það var Bigir Guðnason, forsprakki áhugahóps um stofnun Listasafns Erlings Jónssonar, sem sagði frá tilurð listaverksins. Að kynningu lokinni minntust félagar í málfundafélaginu Faxa Kristins Reyrs en hann var gerður að heiðursfélaga árið 1965, enda meðal frumherja í félaginu. Dagný Jónsdóttir sópransöngkona og Ragnheiður Skúladóttir píanóleikari fluttu 4 lög eftir Kristin Reyr, við hans eigin texta, og fjórir félagar í Leikfélagi Keflavíkur fluttu ljóð og leiklásu verkið "Vopnahlé". MYNDATEXTI: Vopnahlé: Félagar úr Leikfélagi Keflavíkur, þau Guðný Kristjánsdóttir, Anna Þóra Þórhallsdóttir, Brynja Aðalbergsdóttir og Ómar Ólafsson, leiklásu Vopnahlé eftir Kristin Reyr á Erlingskvöldi
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir