Japanskir krakkar í Oddsskarði

Sigurður Aðalsteinsson

Japanskir krakkar í Oddsskarði

Kaupa Í körfu

Í liðinni viku voru 24 japönsk ungmenni í heimsókn hjá Grunnskóla Reyðarfjarðar. Hallfríður Bjarnadóttir, fréttaritari á Reyðarfirði, tók einn af gestunum, Yuko Morizane, tali. Yuko er 19 ára laganemi frá Nakanosho Iyomishima, sem er á eyju sunnarlega í Japan. Íbúar þar eru um 30.000 en þar voru þrjú sveitarfélög sameinuð 1. apríl sl. og mun þá sveitarfélagið í heild heita Shikokuchuo. Yuko er einbirni en foreldrar hennar eru fasteignasalar. Hún stundar nám við Háskólann í Ehime sem er 400 þúsund manna bær. Þar leigir hún sér litla íbúð, les lögfræði, heimspeki, ensku, þýsku og hagfræði. Ferðin til Íslands er fyrsta utanlandsferð Yuko og hún hafði aldrei flogið áður. Um Ísland hafði hún lesið í bókum; um heita vatnið, að eyjan væri mjög vogskorin með langa firði sem skerast inn í landið, um eldfjöllin og jöklana. MYNDATEXTI: Japönsku krakkarnir höfðu aldrei séð snjó áður en þau komu til Íslands: Þau fóru á skíði í Oddsskarði og stóðu sig bara vel.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar