Dagbjört Guðmundsdóttir og Borghildur Ingvarsdóttir
Kaupa Í körfu
Óhætt er að fullyrða að ómæld og óeigingjörn vinna liggi að baki verkefninu Teppi handa hetjum, sem félagar í Íslenska bútasaumsfélaginu standa fyrir. Á síðasta ári fengu 46 langveik börn teppi frá félaginu og í ár eru teppin 18. "Þetta var afskaplega vel þegið," segir Borghildur Ingvarsdóttir, ein stjórnenda verkefnisins. "Við létum teppin í hendurnar á Umhyggju, Félagi til stuðnings langveikum börnum í fyrra og báðum stjórnendur þar að ráðstafa teppunum til þess hóps barna, sem þeim fannst að ættu helst skilið að fá þau svona í fyrsta sinn að minnsta kosti og það voru Einstök börn, sem fengu teppin." Þetta var í fyrsta sinn sem teppi voru afhent en ætlunin er að gefa teppi á hverju ári. Hugmyndina á Dagbjört Guðmundsdóttir, en hún kynntist því á sjúkrahúsi í Noregi að veikum börnum er gefið teppi. "Nafnið, Teppi fyrir hetjur, var hugsað til heiðurs börnunum því þau eru hetjur og þau og fjölskyldurnar standa sig frábærlega í veikindunum," segir Borghildur. "Aðstandendum og börnunum þykir vænt um þessa gjöf og höfum við lagt ríka áherslu á að börnin velji sín teppi sjálf. Þau fara í gegnum bunkann og velja sér sitt teppi. Mér skilst að þau séu mjög ákveðin þegar þau sjá "sitt" teppi, og segja "ég vil þetta og ekkert annað." Myndatexti: Myndarskapur: Dagbjört Guðmundsdóttir og Borghildur Ingvarsdóttir eru hér með teppi sem þær saumuðu sérstaklega fyrir verkefnið Teppi handa hetjum.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir