Rauði Krossinn og Toyota

Brynjar Gauti

Rauði Krossinn og Toyota

Kaupa Í körfu

Viðurkenningar fyrir umferðaröryggi og skyndihjálp FORVARNARDEILD lögreglunnar í Reykjavík og Toyota-umboðið hlutu í gær viðurkenningu frá Rauða krossi Íslands fyrir stuðning við umferðaröryggi og skyndihjálp. Viðurkenningin til lögreglunnar var veitt fyrir verkefnið Lúlli lögreglubangsi en það var valið sem eitt af fyrirmyndarverkefnum í umferðarfræðslu leikskólabarna á vegum evrópskra Rauða kross félaga og Evrópusambandsins. Toyota-umboðið hlaut viðurkenninguna fyrir að kosta á síðasta ári gerð 10.000 endurskinsmerkja, sem var dreift í áttunda bekk grunnskóla um allt land og til aldraðra í tengslum við Evrópuátak í umferðaröryggi og skyndihjálp. MYNDATEXTI: Svanhildur Þengilsdóttir, deildarstjóri heilbrigðissviðs Rauða kross Íslands, Eiríkur Pétursson lögreglumaður, Guðmundur Gígja lögreglufulltrúi, Björn Víglundsson, markaðsstjóri Toyota, og Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, við afhendingu viðurkenninganna í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar