Þelamerkurskóli

Kristján Kristjánsson

Þelamerkurskóli

Kaupa Í körfu

Vel heppnuð árshátíð Þelamerkurskóla í Eyjafirði var haldin í Hlíðarbæ í síðustu viku. Þar var meðal annars frumfluttur nýr skólasöngur eftir Arnstein Stefánsson í Stóra-Dunhaga auk þess sem börnin skemmtu viðstöddum með ýmiss konar tónlistaratriðum og leikþáttum. Meðal annars var sýnt brot úr Grænjöxlum, leikriti sem Pétur Gunnarsson rithöfundur og Spilverk þjóðanna sömdu og fluttu fyrir margt löngu. MYNDATEXTI: Yngstu nemendurnir frumfluttu nýjan skólasöng á árshátíðinni. Hér til hliðar leika krakkar í 5. bekk skemmtilega útfærslu á leikritinu um Rauðhettu og úlfinn, þar sem Rauðhetta fór m.a. til ömmu sinnar með pizzu, kók og hangikjöt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar