Starfsgreinasambandið og ríkið

Sverrir Vilhelmsson

Starfsgreinasambandið og ríkið

Kaupa Í körfu

Fjármálaráðherra er ánægður með samning ríkisins og SGS AÐ MATI fjármálaráðuneytisins eru heildarkostnaðaráhrif nýs kjarasamnings ríkisins og aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins, á samningstímanum á bilinu 15-17%, að frátöldum þeim kostnaði sem leggst á ríkissjóð vegna ýmissa aukinna réttinda, s.s. lífeyrisréttinda, sem kveðið er á um í samkomulaginu. Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir að kostnaðaráhrif vegna réttindaákvæðanna muni segja til sín á mjög löngum tíma, m.a. vegna jöfnunar lífeyrisréttinda, og ekki liggi fyrir nákvæmar tölur um þann kostnað á þessu stigi. MYNDATEXTI: Nýr heildarkjarasamningur aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins og ríkisins var undirritaður um miðnætti síðastliðið miðvikudagskvöld. Samningurinn, sem gildir til 31. mars árið 2008, kemur í stað fjórtán mismunandi samninga einstakra félaga, sem áður giltu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar