Hljómar á Broadway

Sverrir Vilhelmsson

Hljómar á Broadway

Kaupa Í körfu

Nokkrar hljómsveitir og söngvarar sem byggja á fornri frægð hyggja á hljóðritun og útgáfu hljómplatna á þessu ári. Hljómar Unglingahljómsveit allra tíma Hljómar áttu eftirminnilega endurkomu í fyrra þegar hljómsveitin kom saman á ný í tilefni af 40 ára afmæli sínu. Hún gaf einnig út nýja hljómplötu, Hljóma, og voru þá um 30 ár liðin frá því hljómsveitin sendi síðast frá sér plötu. Það er skammt stórra högga í milli og ný plata nú í undirbúningi. Gunnar Þórðarson, lagasmiður, gítarleikari og söngvari var inntur nánari tíðinda af væntanlegri Hljómaplötu. Unglingahljómsveit allra tíma Hljómum var vel tekið er þeir stigu aftur á svið eftir langt hlé. F.v.: Erlingur Björnsson, Rúnar Júlíusson, Engilbert Jensen og Gunnar Þórðarson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar