Vasi
Kaupa Í körfu
Það tók hvorki meira né minna en tvö ár að smíða þennan tveggja metra háa koparvasa og það þótt tveir menn væru að verki. Vasinn, sem er til sölu í Galleríi Tú Tú, er íranskur að uppruna og er ríkulega útskorinn en á hann er höggvið ljóð og myndir úr persneskum þjóðsögum. Ljóðin eru fengin úr Robaiat - riti pakistanska heimspekingsins og skáldsins Omars Kayyam en hann var uppi á tólftu öld. Skáldið er vel þekkt um heim allan og hefur Robaiat m.a. verið þýtt og gefið út á íslensku. Ljóðin og myndirnar eru ekki trúarlegs eðlis heldur sýna stórviðburði á borð við stríð og sigur. Vasinn sjálfur er mótaður í kopar en húðaður með tini til að fá silfurlita áferð á hann þar sem fyrirmyndirnar eru úr silfri. Hann var smíðaður í borginni Isfahan, sem var höfuðborg Írans fyrir um 400 árum, en í dag er borgin miðstöð lista, byggingarlistar og handverks í landinu. Eigandi Gallerís Tú Tú, Ali Amoushahi, er einmitt frá þessari borg. Verðmiðinn á þessari listasmíð hljóðar upp á 1,2 milljónir króna.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir