Svarta línan

Svarta línan

Kaupa Í körfu

Bækur eru ekki síst til brúks að vorlagi. Andstætt þeirri stemningu sem skapast í kringum jólabækur er engra kertaljósa þörf í apríl og í stað konfektkassans koma frostpinnar og derhúfur. Tilvalið er að læsa klóm í bækur Svörtu línunnar frá Bjarti, sem gengur á undan með góðu fordæmi annað árið í röð og efnir til vorbókaflóðs. Meðal fjögurra nýrra bóka eru tvær rammíslenskar en heimsborgartengdar í senn, 39 þrep á leið til glötunar eftir útvarpsróminn góðkunna Eirík Guðmundsson, og Opnun kryppunnar eftir Oddnýju Eir Ævarsdóttur, doktorsnema í París. Textar bókanna dansa á mærum bókmenntagreina og skríða skemmtilega undan flokkun, enda hefur Svarta línan verið kölluð "martröð bókavarðarins". Ástæða er til þess að vekja athygli á látlausri kápuhönnun Ástu S. Guðbjartsdóttur - margt býr í myrkrinu og bíður lesturs í sólinni. Hver bók kostar 1.480 kr.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar