Hlíðarfjall

Kristján Kristjánsson

Hlíðarfjall

Kaupa Í körfu

ÞAÐ hefur verið heldur rólegra í Hlíðarfjalli undanfarna daga en menn vonuðust eftir, lítill snjór og færið frekar erfitt. Um 300 manns voru á skíðum í Hlíðarfjalli á skírdag og á föstudaginn langa. Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, segir að þeir sem komu á skíði hafi verið mjög sáttir. Skíðafærið var heldur betra í gærmorgun, eftir að snjóað hafði lítillega um nóttina, en eins og Guðmundur Karl orðaði það, er alltaf samspil á milli snjóalaga og aðsóknar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar