Blikastaðaland

Blikastaðaland

Kaupa Í körfu

Lega og landkostir Blikastaðalands eru miklir og þar á að rísa eitt glæsilegasta hverfið á öllu höfuðborgarsvæðinu. Magnús Sigurðsson kynnti sér rammaskipulag hverfisins, en framkvæmdir við fyrsta áfanga eiga að byrja í sumar. Mosfellsbær hefur vaxið mjög á undanförnum árum eða um 4-5% á ári, sem er með því mesta sem gerist á höfuðborgarsvæðinu. Nú eru íbúarnir um 6.600. Mikil fólksfjölgun kallar á fleiri íbúðir og mikið hefur því verið byggt af nýjum íbúðum í bænum að undanförnu. Búizt er við enn frekari fólksfjölgun í bænum, en samkvæmt svonefndu svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins er gert ráð fyrir, að íbúðabyggingar verði meiri í Mosfellsbæ á næstu árum en víða annars staðar á höfuðborgarsvæðinu MYNDATEXTI:Frá vinstri: Eyjólfur Gunnarsson, forstöðumaður sölu- og markaðsmála ÍAV, Hörður Harðarson og Þorsteinn Helgason, arkitektar hjá arkitektastofunni Arcus, Margrét Sveinbjörnsdóttir, sölufulltrúi hjá ÍAV, Geir Sigurðssson, sölustjóri ÍAV, Inga Brynja Magnúsdóttir, sölufulltrúi hjá ÍAV, og Gunnlaugur Kristjánsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs ÍAV.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar