Bíladella 2004

Sverrir Vilhelmsson

Bíladella 2004

Kaupa Í körfu

Það var margt um manninn og mörg hestöfl á sýningunni Bíladella sem fór fram í sal B&L á Grjóthálsi yfir páskahelgina. Þarna mátti sjá marga þá bíla sem verið er að búa undir átökin í kvartmílunni í sumar; hver öðrum glæsilegri. Sýningin er orðin árlegur viðburður um páskahelgina og ljóst er af gestunum, þátttökunni, bílunum og hjólunum að það er mikil gróska í þessari grein akstursíþróttanna. En myndir segja meira en mörg orð MYNDATEXTI: Alkóhól-bíllinn. Willys '41. Þetta ku vera aflmesti bíll landsins og hann er með tveggja gíra keppnisskiptingu sem gerð er fyrir yfir 2.000 hestöfl. Yfirvélstjóri bílsins er Valur Vífilsson og eigandi Þórður Tómasson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar