Nýr Flóaskóli

Valdimar Guðjónsson

Nýr Flóaskóli

Kaupa Í körfu

Hafnar eru framkvæmdir við stækkun húsnæðis hins nýja Flóaskóla. Í nýbyggingu verða tvær rúmgóðar kennslustofur sem hægt verður að opna á milli auk rýmis fyrir nemendur. Í vetur hefur verið unnið að undirbúningi stofnunar hins nýja skóla í Flóanum. Það eru sveitarfélögin Gaulverjabæjar, Hraungerðis- og Villingaholtshreppar sem munu sameina þrjá grunnskóla í einn. Myndatexti: Þessir vösku piltar sem allir hefja nám í 1. bekk næsta haust í nýjum Flóaskóla sáu um að taka fyrstu skóflustungurnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar