Loðna á Þórshöfn

Líney Sigurðardóttir

Loðna á Þórshöfn

Kaupa Í körfu

mbl.is Morgunblaðið Blað dagsins MESTU af loðnu var landað hjá Eskju á Eskifirði á vetrarvertíðinni, alls um 65.000 tonnum. Næst var Síldarvinnslan í Neskaupstað með 62.500 tonn og í þriðja sæti var Síldarvinnslan á Seyðisfirði með 57.250. Þetta kemur fram í lokaskýrslu Samtaka fiskvinnslustöðva um vertíðina. Alls var landað um 504.300 tonnum hjá íslenzku verksmiðjunum á vetrarvertíðinni, þar af 45.700 tonnum af erlendum skipum. Alls var 43.200 tonnum landað til manneldis. Heildarafli íslenzku skipanna á vetrarvertíðinni var tæp 460.000 tonn. Á sumarvertíð öfluðust 96.500 tonn. Um 20.000 tonn voru unnin úti á sjó og er heildarafli íslenzku skipanna því 575.350 tonn og eftir stóðu óveiddar heimildir upp á 162.000 tonn. Alls var landað loðnu hjá 19 verksmiðjum. Að frátöldum þeim þremur sem mest tóku, var móttaka hinna eftirfarandi. Samherji í Grindavík 21.750 tonn. Síldarvinnslan í Helguvík 17.700, Grandi í Reykjavík 12.900, HB á Akranesi 45.150, Síldarvinnslan í Siglufirði 5.200, Ísfélag Vestmannaeyja í Krossanesi 11.050, Síldarvinnslan á Raufarhöfn 13.700 tonn, Hraðfrystistöð Þórshafnar 24.100, Tangi á Vopnafirði 28.100, Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði 27.100, þar af 15.100 tonn af erlendum skipum, Gautavík á Djúpavogi 20.600, Búlandstindur á Djúpavogi 1.100, Skeggey á Höfn 21.500, Ísfélag Vestmannaeyja 33.950. Vinnslustöðin í Eyjum 29.200 og Grandi í Þorlákshöfn 6.600 tonn. Þannig hafa verksmiðjur Síldarvinnslunnar tekið á móti ríflega 165.000 tonnum á vetrarvertíðinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar