Sparkvöllur

©Sverrir Vilhelmsson

Sparkvöllur

Kaupa Í körfu

Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur hrint af stað átaki til að koma upp sparkvöllum víðs vegar um land. Er ætlunin að leggja 40 til 50 velli gervigrasi í ár og næsta ár sem mun kosta alls um 500 milljónir króna. Myndatexti: Sparkvallaátak KSÍ kynnt á blaðamannafundi í gær og skrifað undir samninga um stuðning. Frá vinstri: Erlendur Hjaltason, framkvæmdastjóri Eimskips, Einar Benediktsson, forstjóri Olís, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Eggert Magnússon, formaður KSÍ, Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar, Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, og Ásgeir Baldurs, yfirmaður viðskiptaþróunar og almannatengsla hjá VÍS.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar