Fjölskylduhjálp

Ásdís Ásgeirsdóttir

Fjölskylduhjálp

Kaupa Í körfu

Fjölskylduhjálp Íslands kynnti í gær átaksverkefnið "Hlúum að íslenskum börnum" sem hleypt verður af stokkunum í dag. Leitað verður til fyrirtækja, starfsmannafélaga og einstaklinga um fjárframlög og verður söfnunarfénu varið til að kosta börn frá efnalitlum heimilum til að dvelja í vikutíma í sumarbúðum eða taka þátt í leikjanámskeiðum að eigin vali. Myndatexti: Starfsfólk Fjölskylduhjálpar ásamt Árna Johnsen, verndara söfnunarinnar. Frá vinstri: Guðrún Magnúsdóttir, Anna Auðunsdóttir, Árni Johnsen, Ragna Rósantsdóttir, Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður og Anna Björgvinsdóttir ásamt tíkinni Súsí.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar