Árshátíð Gagnfræðaskólans í Ólafsfirði

Helgi Jónsson Fréttaritari Mbl. Í Ólafsfirði

Árshátíð Gagnfræðaskólans í Ólafsfirði

Kaupa Í körfu

Hátíð Árshátíð Gagnfræðaskólans í Ólafsfirði fór fram í félagsheimilinu Tjarnarborg fyrir skömmu. Hátíðin hjá skólanum fer þannig fram að nemendur í 8., 9 og 10. bekk bjóða foreldrum, vinum og ættingjum í mat og eftir matinn er boðið upp á skemmtiatriði á sviði. Um það bil 150 manns voru á skemmtuninni. Að þessu sinni voru flest skemmtiatriðin tengd þemavinnu sem fram fór í skólanum dagana á undan. Þema vinnuvikunnar voru Íslendingasögur, Víkingatíminn, fólkið, húsin, fatnaður og matur, vopn og siðir. Myndin var tekin þegar tvær víkingastúlkur, Síssa og Tinna, biðu þess spenntar að koma fram á sviðið. VÍKINGASTÚLKUR: Tvær víkingastúlkur, Síssa og Tinna, bíða þess spenntar að koma fram á sviðið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar