Unnur Ösp Stefánsdóttir

Jim Smart

Unnur Ösp Stefánsdóttir

Kaupa Í körfu

Blómabörn, sítt hár og frjálsar ástir munu ráða ríkjum í Austurbæ í sumar en þar verður söngleikurinn Hárið settur á svið. Stefnt er á að frumsýna 2. júlí en leikstjóri er Rúnar Freyr Gíslason. Um 300 manns mættu í Austurbæ í síðustu viku þar sem leikara- og söngvaraprufur fóru fram í síðustu viku en úr þeim hópi voru 13 valdir til að taka þátt í sýningunni. Sá hópur verður einmitt tilkynntur á blaðamannafundi í dag. Ein þeirra sem verða í sýningunni er Unnur Ösp Stefánsdóttir leikkona en hún fer með hlutverk hippastelpunnar Dionne. Unnur hefur undanfarna mánuði leikið í söngleiknum Grease auk þess sem hún fer með eitt aðahlutverkanna í leikritinu 5 stelpur.com

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar