Sverrisbryggja rifin

Kristján Kristjánsson

Sverrisbryggja rifin

Kaupa Í körfu

ÞESSA dagana er verið að rífa Sverrisbryggju á Akureyri, gamla trébryggju, sunnan Tangabryggju, við athafnasvæði Fóðursölunnar. Áður var búið að koma þar fyrir minni bryggju úr stáli, sem staðsett var þar sem olíufélögin höfðu aðstöðu á Oddeyrartanga. Sagað var úr Sverrisbryggju, svo hægt væri að koma olíubryggjunni fyrir og þannig var hægt að nota það sem eftir stóð af Sverrisbryggju sem vinnupall á meðan. MYNDATEXTI: Sverrisbryggja rifin. Guðmundur Guðlaugsson og Þorsteinn Benediktsson við vinnu sína á Sverrisbryggju.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar