Davíð Oddsson í New York

Einar Falur Ingólfsson

Davíð Oddsson í New York

Kaupa Í körfu

Á ANNAÐ hundrað manns sátu fjáröflunarkvöldverð fyrir nýstofnaðan íslenskan menningarsjóð í Norræna húsinu í New York í fyrrakvöld. Sjóðnum, sem er á vegum American Scandinavian Foundation, er ætlað að styrkja kynningu á íslenskri menningu í Bandaríkjunum. Davíð Oddsson forsætisráðherra og eiginkona hans, Ástríður Thorarensen, voru heiðursgestir á samkomunni. MYNDATEXTI: Thor Thors yngri er hylltur af gestum í kvöldverðarboði Íslensk-ameríska verslunarráðsins, en það var haldið til að safna fé fyrir nýjan íslenskan menningarsjóð á vegum American Scandinavian Foundation. Formaður stjórnar sjóðsins, Kristján Tómas Ragnarsson, er í pontu en við hlið Thors eru Ástríður Thorarensen og Ólafur Jóhann Ólafsson, sem situr í stjórn sjóðsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar