Kvennaskólinn

Jim Smart

Kvennaskólinn

Kaupa Í körfu

NEMENDUR í 3. bekk Kvennaskólans í Reykjavík héldu sinn árlega peisufatadag í gær og dönsuðu og sungu í íslenskum þjóðbúningum víðsvegar um borgina. Kristín Ruth Jónsdóttir, nemandi í Kvennaskólanum, segir daginn hafa heppnast ótrúlega vel, og í minningunni verði þetta eflaust einn af bestu dögum skólagöngunnar. "Það er bara eitthvað við það að klæða sig svona upp og gera eitthvað öðruvísi, það kemur í rauninni ákveðið þjóðarstolt við það að fara í búningana," segir Kristín.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar