Spilarar

Spilarar

Kaupa Í körfu

BUSLarar, sem eru hópur hreyfihamlaðra unglinga sem starfa innan Sjálfsbjargar - landssambands fatlaðra, áætla að fara til Svíþjóðar 28. júní til 4. júlí og hafa unnið að því að fjármagna ferðina. Í því skyni hófu þeir snemma í gærmorgun maraþonspilamennsku sem ljúka á kl. 10 í dag. BUSL er félagsstarf fyrir hreyfihamlaða unglinga á aldrinum 13-18 ára og er allt starfið byggt á sjálfboðavinnu. Eru leiðbeinendur bæði frá Sjálfsbjörg og Rauða krossinum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar