Björgunarmennirnir úr Grindavík

Sverrir Vilhelmsson

Björgunarmennirnir úr Grindavík

Kaupa Í körfu

Afreksmerki hins íslenska lýðveldis er aðeins veitt þegar björgunarmenn leggja líf sitt í hættu Björgunarmennirnir úr Grindavík sem forseti Íslands sæmdi afreksmerki hins íslenska lýðveldis sögðust ekki hafa átt von á að fá slíka viðurkenningu. Þeir hefðu hingað til ekki hugsað um þetta sem sérstakt afrek. "Eftir að okkur var sagt að þetta stæði til fór ég að hugsa meira um þetta og sá að við lögðum okkur í töluverða lífshættu," sagði Björn Óskar Andrésson í samtali við blaðamann. Myndatexti: Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sæmir Vilhjálm Jóhann Lárusson afreksmerki hins íslenska lýðveldis. Félagar hans, Björn Óskar Andrésson og Hlynur Sæberg Helgason hafa þegar fengið sín merki.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar