Blaðamannafundur í Ráðhúsinu

Jim Smart

Blaðamannafundur í Ráðhúsinu

Kaupa Í körfu

Heildarfjárbinding í orkumálum 1,2 milljónir á hvern borgarbúa Nefnd sem skipuð var til að fjalla um heildarstefnumótun Reykjavíkurborgar í orkumálum leggur til að borgin losi sig við 45% eignarhlut sinn í raforkuframleiðslu Landsvirkjunar. Er bent á fjórar leiðir í þeim efnum en einnig að fara megi fleiri en eina leið í senn og að um langtímaverkefni sé að ræða, m.a. í ljósi þeirrar auknu skuldsetningar sem Landsvirkjun muni búa við á næstunni vegna Kárahnjúkavirkjunar. Á fundi borgarráðs í gær var tillaga meirihluta Reykjavíkurlistans kynnt þar sem tekið er undir þessar tillögur nefndarinnar. Fulltrúar minnihlutans í borgarráði óskuðu eftir frestun og verður málið tekiðfyrir á næsta fundi borgarráðs. MYNDATEXTI: Már Guðmundsson hagfræðingur og Þórólfur Árnason borgarstjóri kynntu skýrslu nefndarinnar í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar