Raforkusamningur

Ragnar Axelsson

Raforkusamningur

Kaupa Í körfu

Flutningssamningur OR og HS við Landsvirkjun SAMKVÆMT samningi flutningssviðs Landsvirkjunar við Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja, sem skrifað var undir í gær, munu fyrirtækin greiða Landsvirkjun alls rúma 10 milljarða króna næstu 20 árin, að sögn Júlíusar Jónssonar, forstjóra HS. Þar af eru um 8 milljarðar í flutningsgjöld, um 1½ milljarður vegna tapa í kerfinu og 500-1.000 milljónir fyrir aðra þjónustu flutningskerfisins. Samkvæmt flutningsgjaldskrá stórnotenda munu fyrirtækin greiða flutningssviði LV um 39 aura á hverja kílóvattstund. MYNDATEXTI: Þórður Guðmundsson og Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður OR, tókust í hendur að lokinni undirskrift og með þeim (f.v.) voru þeir Júlíus Jónsson, Ellert J. Eiríksson, stjórnarformaður HS, og Guðmundur Þóroddsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar