Verjendur sakborninga í málverkafölsunarmálinu

Jim Smart

Verjendur sakborninga í málverkafölsunarmálinu

Kaupa Í körfu

Málflutningur saksóknara og verjanda í málverkafölsunarmálinu í Hæstarétti í gær Verjandi krefst frávísunar RÍKISSAKSÓKNARI krafðist sakfellingar og refsiþyngingar yfir tveimur sakborningum í málverkafölsunarmálinu svokallaða þegar málflutningur hófst fyrir Hæstarétti í gær. Ákærðu eru Pétur Þór Gunnarsson og Jónas Freydal Þorsteinsson, sem hlutu 6 og 4 mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi í júlí 2003. Verjandi Péturs Þórs krafðist frávísunar málsins og sýknu til vara, en verjandi meðákærða flytur varnarræðu sína í dag, miðvikudag. MYNDATEXTI: Verjendur sakborninga við upphaf málflutnings í gær, Karl Georg Sigurbjörnsson hrl., Sigríður Rut Júlíusdóttir hdl. og Ragnar Aðalsteinsson hrl. Málflutningur heldur áfram í dag, en þá ljúka verjendur málflutningi sínum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar