Vika bókarinnar - Lesa ljóð í heita pottinum

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Vika bókarinnar - Lesa ljóð í heita pottinum

Kaupa Í körfu

Í TILEFNI af Viku bókarinnar hefur Edda-útgáfa, í samstarfi við sundstaði ÍTR, komið fyrir ljóðum í öllum heitum pottum sundlauga Reykjavíkur, sundgestum til andlegrar upplyftingar. Ljóðin eru úr ljóðabókinni Óðhalaringlu eftir þau systkinin Þórarin og Sigrúnu Eldjárn, sem kemur út hjá Vöku-Helgafelli um hvítasunnuna. Þar eru komnar saman í einni bók bækurnar Óðfluga, Halastjarna og Heimskringla. Fyrir tvær þeirra hlutu Þórarinn og Sigrún Barnabókaverðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur árin 1992 og 1998. Þórarinn semur ljóðin en Sigrún myndskreytir. Ljóðin eru vatns- og vindheld og fljóta um í pottunum. Markmiðið er að færa bókmenntirnar til allra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar