Samtök atvinnulífsins - Guðjón og Jóhannes

Jim Smart

Samtök atvinnulífsins - Guðjón og Jóhannes

Kaupa Í körfu

SBV senda ESA formlega kvörtun vegna Íbúðalánasjóðs ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR raskar eðlilegri samkeppni á lánamarkaði. Sjóðurinn uppfyllir ekki skilyrði um félagsleg markmið, sem ákvæði EES-samningsins setja fyrir stuðningi hins opinbera við slíka atvinnustarfsemi. Þetta eru meginniðurstöður nýrrar álitsgerðar Rannsóknarstofnunar í fjármálarétti við Háskólann í Reykjavík um stöðu Íbúðalánasjóðs gagnvart reglum EES-samningsins, sem tekin var saman að beiðni Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja (SBV), og kynnt var á blaðamannafundi í gær. MYNDATEXTI: Í bága við EES-samninginn Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri SBV, og Jóhannes Sigurðsson, forstöðumaður rannsóknarstofnunar í fjármálarétti við Háskólann í Reykjavík, segja almenn lán Íbúðalánasjóðs brjóta í bága við ýmis ákvæði EES-samningsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar