Sumarstemmning

Ragnar Axelsson

Sumarstemmning

Kaupa Í körfu

HLÝNANDI veður og hækkandi sól fylgir sumrinu og því fagna margir sumardeginum fyrsta í dag. Veðrið var landsmönnum hagstætt í gær og mældist hæsti hitinn 15 gráður á Kjalarnesi og Hvanneyri. Í dag er spáð hlýju sunnan og vestan til björtu víðast hvar en þó skúrum suðaustanlands. Hlýtt verður áfram í veðri næstu daga, einkum nyrðra. Það er ekki laust við að aukinn leikur færist í börnin á skólalóðunum þegar þau komast út í sólina eins og myndin ber með sér. Samkvæmt hefð er dagurinn oft nýttur af fjölskyldum til leikja og samverustunda.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar