Sumardagurinn fyrsti

©Sverrir Vilhelmsson

Sumardagurinn fyrsti

Kaupa Í körfu

FÁTT er meira tilheyrandi á sumardaginn fyrsta en lúðraþytur og trommuslög þrammandi skrúðgangna. Hefðin fyrir skrúðgöngum með lúðrasveitum í fararbroddi hefur haldist hér á landi í meir en sextíu ár. Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts hefur löngum gengið á þessum degi og haldið tryggð við hefðina þrátt fyrir óviss veður. Hinn ungi trommuleikari, Teitur Snær Tryggvason, lét ekki ungan aldur aftra sér frá því að marséra með sveitinni hans stóra bróður, en lét kampakátur kjuðana dynja á forláta Fisher Price trommunni í veðurblíðunni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar