Unnið við Kárahnjúkavirkjun

Sigurður Aðalsteinsson

Unnið við Kárahnjúkavirkjun

Kaupa Í körfu

Þeir taka íslenska sumrinu fagnandi, þessir verkamenn við Kárahnjúka sem hvíla lúin bein í kaffipásunni og njóta blíðviðrisins. Eftir langan og strangan vetur hverfa nú snjóalög þar efra eins og dögg fyrir sólu og hitatölur hækka hratt eins og vera ber. Þó er ekki loku fyrir það skotið að Vetur konungur brýni klærnar eitthvað meira í vertíðarlok, en alltjent segir dagatalið að nú megi fagna sumrinu, hvort sem er á láglendi eða til fjalla.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar