Goethe-Zentrum

©Sverrir Vilhelmsson

Goethe-Zentrum

Kaupa Í körfu

SENDIHERRA Þýskalands og Félag þýzkukennara buðu 20 ungmennum og foreldrum þeirra víðs vegar að af landinu í móttöku í Goethe-Zentrum að Laugavegi 18 í Reykjavík á sumardaginnn fyrsta. Tilefnið var að veita æskufólkinu verðlaun fyrir frábæran árangur í árlegri þýskuþraut sem þýskunemendur á aldrinum 16-19 ára þreyttu um miðjan febrúar sl. Alls tóku 119 nemendur þátt í þrautinni þetta árið og fengu þeir allir skrautritað viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna. 20 efstu fengu sérstaka viðurkenningu fyrir frábæran árangur og afhenti sendiherra Þýskalands, Johann Wenzl, þeim bók að gjöf frá þýska sendiráðinu. Tvö efstu hlutu auk þess ferð til Þýskalands og fjögurra vikna dvöl á þýskunámskeiði ytra og fyrir þriðja sætið er þriggja vikna dvöl í æskulýðsbúðum í Saxlandi. Að þessu sinni vermdu nemendur úr MR og MH 6 efstu sætin. Hlutskarpastur allra varð Höskuldur Páll Halldórsson, MR, í öðru sæti varð Salvör Egilsdóttir, einnig úr MR og í því þriðja Sigríður Mjöll Björnsdóttir úr MH.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar