Lóðamál við Landspítala - háskólasjúkrahús

Ásdís Ásgeirsdóttir

Lóðamál við Landspítala - háskólasjúkrahús

Kaupa Í körfu

Samkomulag milli ríkisvaldsins og Reykjavíkurborgar um skipulag lóðar Landspítala - háskólasjúkrahúss vegna ákvarðana um framtíðaruppbyggingu spítalans og stofnana Háskóla Íslands var undirritað í gær. Tekur samningurinn til lóða við Hringbraut, í Fossvogi og Arnarholti. Þá var kynnt í gær áfangaskýrsla nefndar um uppbyggingu LSH og er þar lagt til að fram fari hönnunarsamkeppni um skipulag lóðarinnar við Hringbraut og deiliskipulagi lokið eigi síðar en 2006. Miðað við það gætu framkvæmdir hafist 2009 og þeim verið lokið 2018. Heildarkostnaður yrði nærri 37 milljarðar króna. Myndatexti: Skrifað undir samkomulag um Landspítalalóð: Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra, Ragnheiður Haraldsdóttir, skrifstofustjóri í ráðuneytinu, Þórólfur Árnason borgarstjóri og Björn Ingi Sveinsson borgarverkfræðingur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar