Handverkssýning eldri borgara

Steinunn Ásmundsdóttir

Handverkssýning eldri borgara

Kaupa Í körfu

Handverkssýningu eldri borgara á Fljótsdalshéraði lauk á mánudag, en hún var haldin á Egilsstöðum og stóð í þrjá daga. Á sýningunni mátti sjá sýnishorn af vinnu handavinnuhópa í félagsstarfi eldri borgara á Héraði og er það afrakstur tveggja ára tímabils. Helga Jóna Þorkelsdóttir og Sigríður Ingimarsdóttir kenna handavinnuhópunum. Að sögn Helgu Jónu eru bæði karlar og konur í hópunum, sem eru tveir og segir hún meðalaldurinn háan. MYNATEXTI: Það var margt sem gladdi augað á handverkssýningu eldri borgara á Héraði: Helga Jóna handavinnukennari sýnir gestum fallega muni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar