Kísiliðjan

Birkir Fanndal Haraldsson

Kísiliðjan

Kaupa Í körfu

VERKALÝÐSDAGURINN var haldinn hátíðlegur um land allt í gær en í yfir 80 ár hefur íslenskt launafólk komið saman og farið í kröfugöngur 1. maí til að berjast fyrir betri kjörum Í Mývatnssveit sem annars staðar gengur lífið sinn vanagang á hefðbundnum vinnudegi og þar var að mörgu að hyggja daginn fyrir verkalýðsdaginn áður en dæling á kísilgúr gæti hafist úr Mývatni. Þeir Grétar Ásgeirsson og Magnús Ómar Stefánsson, starfsmenn Kísiliðjunnar, voru að undirbúa dælulögn og draga hana út á vatnið. Dælingu á kísilgúr úr Mývatni verður hætt síðsumars og verður starfsemi Kísiliðjunnar lögð niður í síðasta lagi um næstu áramót.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar