Vélsleðaslys í Eyjafirði

Skapti Hallgrímsson

Vélsleðaslys í Eyjafirði

Kaupa Í körfu

Sex slasaðir vélsleðamenn bornir langa leið Gríðarlega umfangsmiklar björgunaraðgerðir í Eyjafirði SEX vélsleðamenn frá Akureyri slösuðust síðdegis í gær inn af Garðsárdal í Eyjafirði í slæmu veðri. Eftir því sem næst verður komist óku þeir fram af hengju. Um var að ræða tvo aðskilda hópa og slösuðust fimm úr öðrum þeirra en einn úr hinum. Vitað er að sá síðastnefndi meiddist í baki en var ekki talinn alvarlega slasaður - þurfti þó aðstoð til þess að komast til byggða. Ekki var enn vitað um líðan hinna fimm um miðnætti. Læknir og sjúkraflutningamenn voru þá nýkomnir til þeirra, eftir að hafa þurft að ganga langa vegalengd. Stórhríð var og mjög lélegt skyggni. MYNDATEXTI: Úr stjórnstöð björgunarsveitarinnar Súlna á Akureyri í gærkvöld. Smári Sigurðsson situr við tölvuna og leiðbeinir leitarmönnum með staðsetningar. Til vinstri er Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar